
Humarbáturinn Ársæll ÁR 66 lætur hér úr höfn í Þorlákshöfna sumarið 2009 en þá var hann í eigu Atlantshumars ehf.
Báturinn hét upphaflega Ársæll en var Sigurðsson GK 320 og með heimahöfn í Hafnarfirði. Síðar hét hann lengi vel Arney KE 50.
Því næst Auðunn ÍS 110 Steinunn SF 10, Ársæll SH 88, Dúi ÍS 41 og loks Ársæll ÁR 66.
Báturinn var smíðaður í Brattavogi í Noregi árið 1966 fyrir Ársæl s/f í Hafnarfirði. Yfirbyggður og skipt um brú á Akureyri um 1980.
Eftir að Skinney-Þinganes hf. keypti Auðbjörgu ehf. í Þorlákshöfn árið 2016 var Ársæll seldur í brotajárn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.