Von ÍS 213

2733. Von ÍS 213 ex Von GK 113. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línubáturinn Von ÍS 213 frá Súgandafirði hefur róið frá Grindavík að undanförnu og náði Jón Steinar að mynda hana í gær.

Það er Norðureyri ehf. á Suðureyri sem gerir bátinn út en hann hét áður Von GK 113. Von var keypt til þess að leysa tímabundið vanda útgerðarinnar sem skapaðist þegar bátur hennar, Einar Guðnason ÍS 303, strandaði og eyðilagðist við Gölt í nóvember síðastliðnum.

Norðureyri samdi í lok síðasta árs við Trefjar í Hafnarfirði um smíði á nýjum Cleopatra 40B beitningarvélarbáti og er ráðgert að hann verði tilbúinn fyrir lok ársins.

Von var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2007 og er af gerðinni Cleopatra 38.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s