
Kolbeinn Hugi ÞH 376 sést hér á mynd koma til hafnar á Dalvík í marsmánuði árið 2006.
Báturinn hét upphaflega Bergur Pálsson ÞH 376 frá Raufarhöfn og var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1995. Báturinn, sem er af gerðinni Skel 86, fékk nafnið Kolbeinn Hugi árið 1999 en var áfram ÞH 376. Eigandi var Guðmundur G. Lúðvíksson frá Raufarhöfn sem gerði bátinn út frá Dalvík þegar myndin var tekin.
Síðla árs 2007 fékk báturinn nafnið Sindri BA 24 eftir að hann var seldur til Patreksfjarðar þar sem hann er enn þann dag í dag.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution