Safnskipið Óðinn sigldi á ný

159. Óðinn. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Safnskipið Óðinn sigldi út á ytri höfn Reykjavíkur í gær og aðalvélar skipsins voru ræstar í fyrsta sinn í 14 ár. 

Á vef Landhelgisgæslunnar segir í gær:

Skipið gegndi hlutverki varðskips í um árabil en hefur undanfarin ár verið hluti af Sjóminjasafni Reykjavíkur. 

Það er óhætt að segja að nokkur eftirvænting hafi ríkt meðal meðlima Hollvinasamtaka Óðins og annarra gesta um borð þegar skipið leysti landfestar klukkan 13:00 í dag. Óðni var fylgt úr höfn af sjómælingaskipinu Baldri, varðbátnum Óðni, hafnsögubáti auk þyrlu Landhelgisgæslunnar en siglt var um ytri höfn Reykjavíkur.

Undanfarna mánuði hafa sjálfboðaliðar unnið að því hörðum höndum að gera vélar skipsins gangfærar og það var stór stund þegar aðalvélarnar voru loks ræstar eftir langt hlé. Í janúar voru 60 ár frá því að skipið kom nýsmíðað frá Danmörku og þótti eitt best búna björgunarskip í Norðurhöfum. 

Páll Geirdal var skipherra í siglingunni en um borð voru félagar í Hollvinasamtökum Óðins, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ásgrímur L. Ágrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, stjórn Sjóminjasafns Reykjavíkur auk annarra. Þá lögðu margir leið sína niður á höfn til að fylgjast með siglingunni.

Ferðin gekk vel enda voru aðstæður hinar bestu í nágrenni Reykjavíkur í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s