
Kristbjörg VE 70 frá Vestmannaeyjum er hér drekkhlaðin af síld á mynd Hannesar Baldvinssonar á Siglufirði.
Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1960 fyrir Svein Hjörleifsson í Vestmannaeyjum.
Í Morgunblaðinu 13. apríl 1960 sagði svo frá komu Kristbjargar til heimahafnar:
Í gær kom hingað til Vestmannaeyja nýr bátur, sem ber nafnið Kristbjörg VE 70, smíðaður í Strusham í Noregi. Báturinn er með 550 hestafla Völund-dieselvél og er 112 tonn
að stærð, smíðaður úr stáli. Hann er búinn öllum nýjustu siglingar- og fiskileitartækjum, m.a. sjálfvirku Simrad-síldarleitartæki. Svefnpláss er fyrir 13 menn.
Báturinn virðist vel smíðaður og vel frá öllu gengið. Eigandi hans er einn þróttmesti skipstjóri í Eyjum, Sveinn Hjörleifsson frá Skálholti.
Lét Sveinn mjög vel af bátnum á heimleiðinni, en þeir hrepptu leiðinda veður við Færeyjar, og kom sjóhæfni bátsins þá vel í ljós.
Nýi báturinn fer á veiðar á morgun.
Íslensk skip IV bindi:
Smíðuð í Noregi 1960, stál 113 brl. 550 hestafla Völund diselvél. Eigndi Sveinn Hjörleifsson Vestmannaryjum frá 7. apríl 1960. Skipið var endurmælt í sept. 1966 og mældist þá 142 brl. Endurmæltaftur í júní 1969 og mældist þá 104 brl.
21. júlí 1970 var skráður eigandi Kristbjörg h/f Vestmannaeyjum, sami eigandi og áður. Skipið var selt 10. október 1976 Braga Guðmundssyni og Pétri Sveinssyni Vestmannaeyjum.
Skipið hét Guðrún Magnúsdóttir VE 69. Skipið var selt 21. desember Kristbjörgu h/f Vestmannaeyjum. Skipið hét Kristbjörg VE 70. Selt 31.desember 1981 Bjarna Sighvatssyni og Haraldi Gíslasyni Vestmannaeyjum. 14. maí var skipið endurmælt og mældist þá 109 brl.
Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 18. júlí 1986.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution