Gaukur GK 660

124. Gaukur GK 660 ex Verðandi RE 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Gaukur GK 660 kemur hér til hafnar í Grindavík svona hálfyfirbyggður og fínn, sennilega á vetrarvertíð 1985 eða 6.

Gaukur var smíðaður árið 1962 í Molde í Noregi fyrir Gauksstaði h/f í Garði og hét Jón Finnsson GK 506.

Báturinn hét síðar Friðþjófur SU 103, Verðandi KÓ 40 og Verðandi RE 9 áður en Fiskanes h/f í Grindavík keypti hann árið 1980.

Báturinn var lengdur árið 1965 og yfirbyggður 1987 en hvenær byggt var yfir hann að hluta og skipt um brú er spurning.

1981 var sett í bátinn 750 hestafla Grenaa aðalvél í stað 400 hestafla MAN sem var í honum frá upphafi.

Árið 2003 seldi Þorbjörn hf. bátinn til Hólmgríms Sigvaldasonar sem nefndi hann Tjaldanes GK 525. Báturinn, sem var 180 brl. að stærð, fór utan til niðurrifs árið 2008.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s