
Runólfur SH 135 liggur hér við bryggju á Siglufirði vel hlaðinn af síld en myndina tók Siglfirðingurinn Hannes Baldvinsson
Þessi bátur heitir Sigurður Ólafsson SF 44 í dag en hann var smíðaður í Risör í Noregi árið 1960 fyrir Guðmund Runólfsson Grafarnesi, Guðmund Kristjánsson og Jón Kristjánsson í Eyrarsveit Snæfellssýslu og hét Runólfur SH 135.
Runólfur var 115 brl. búinn 300 ha. Wichmann díesel vél. Hann var endurmældur í júní 1969 og mældist þá 104 brl. Seldur 30 desember árið 1970til Akraness, kaupandi Haförninn h/f. Fékk nafnið Sigurvon AK 56. Í apríllok 1975 var báturinn seldur Konráð Júlíussyni í Stykkishólmi og fékk nafnið Sigurvon SH 35.
1977 var sett í bátinn 640 hestafla Samofa aðalvél. Í upphafi árs 1978 var báturinn seldur Sigurði s/f í Stykkishólmi og fékk þá nafnið Sigurður Sveinsson SH 36. Síðla árs 1980 vart báturinn seldur Sigurði Ólafssyni h/f á Höfn í Hornafirði, hann fékk nafnið Sigurður Ólafsson SF 44 sem hann ber enn þann dag í dag.
1983 var sett í hann ný 640 hestafla Mitsubishi aðalvél vél og 1987 var Sigurður Ólafsson lengdur og yfirbyggður. Mældist hann þá 124 brl. að stærð. (Íslensk skip)
650 ha. Mitsubishi aðalvél var sett í bátinn árið 2006 og er hann enn í dag gerður út af Sigurði Ólafssyni ehf. á Höfn í Hornafirði.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution