Nanna Ósk ÞH 333

2379. Nanna Ósk ÞH 333. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Loksins loksin getur maður nú sagt en þennan bát hef ég aldrei náð að mynda áður en hann hefur verið gerður út frá Raufarhöfn í rúm 20 ár.

Nanna Ósk ÞH 333 heitir hann og er af gerðinni Cleopatra 33. Báturinn er á grásleppuveiðum þessa dagana.

Nanna Ósk ÞH 333 var smíðuð árið 1999 hjá Trefjum í Hafnarfirðir fyrir Stekkjarvík ehf. á Raufar-höfn. Að því fyrirtæki standa bræðurnir Ragnar Axel og Hólmgrímur Jóhannssynir sem einnig gera út Nönnu Ósk II ÞH 133.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd