
Jón Steinar tók þessa mynd í gær af flutningaskipinu Fri Kvam sem kom til Grindavíkir með saltfarm fyrir Saltkaup.
Skipið, sem var smíðað árið 2000 hjá Volharding Shipyard Waterhuizen í Hollandi, er skráð á Kýpur með heimahöfn í Limasol.
Það er 89,7 metrar að lengd og breidd þess er 13,6 metrar. Það mælist 2,858 brúttótonn að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution

