Berglín GK 300 á toginu

1905. Berglín GK 300 ex Jöfur ÍS 172. Ljósmynd Þór Jónsson 2018.

Þór Jónsson skipverji á Ljósafelli SU 70 tók þessar myndir sem nú birtast og sýna skuttogarann Berglín GK 300 að veiðum.

Berglín GK 300, sem er í eigu Nesfisks hf. í Garði, var smíðuð í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ og hét upphaflega Jöfur KE 17.

Njáll ehf. (sömu eigendur og að Neskfiski) keypti Jöfur íS 172 árið 1998 og svo sagði frá í Morgunblaðinu 5. ágúst það ár:

Njáll ehf. í Garði er byrjaður að gera út togskipið Berglín GK 300 sem keypt var af Þormóði ramma-Sæbergi á Siglufirði, en skipið hét áður Jöfur ÍS 172. Skipið var smíðað í Garðabæ árið 1988 og er um 300 tonn, en það er eitt af raðsmíðaskipunum svokölluðu.

Að sögn Bergþórs. Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Njáls ehf., fylgdi skipinu 400 tonna kvóti og var kaupverð skipsins 350 milljónir króna. Kvótinn sem keyptur var með skipinu er 200 tonn í þorski, 100 tonn í karfa og 100 tonn í ufsa. Bergþór sagði að nokkrar breytingar og lagfæringar hefðu verið gerðar á skipinu frá því það var keypt í maí síðastliðnum og færi það á veiðar með fiskitroll.

Skipið var upphaflega í eigu Stálvíkur hf. og gerði Jarl hf. í Keflavík það þá út. Í apríl 1989 keypti Muggur hf. á Hvammstanga skipið, en það var selt til Leitis hf. á Ísafirði í ársbyrjun 1993. Þormóður rammi- Sæberg eignaðist skipið þegar Leiti hf. sameinaðist fyrirtækinu 1996.

Eigendur Njáls ehf. eiga einnig Nesfisk ehf. í Garði sem rekur frystihús og saltfiskverkun. Frystihúsið var byggt 1987 eftir að eldra frystihús fyrirtækisins brann. Njáll ehf. gerir nú út átta skip og er samanlagður kvótí þeirra um 5.000 þorskígildistonn.

Auk Berglínar GK, sem er stærst skipanna, er um að ræða Sigga Bjarna GK 104, Berg Vigfús GK 53, Benna Sæm GK 26, Baldur GK 97, Unu í Garði GK 100, Sóleyju Sigurjóns GK 200 og Sigurfara GK138.

Árið 2000 er Nesfiskur hf. skráður eigandi Berglínar GK 300.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s