Bárður kom til heimahafnar í dag

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Alfons Finnsson 2019.

Bárður SH 81 kom til heimahafnar í Ólafsvík í dag og tók Fonsi þessa mynd af honum við það tækifæri.

Bárður SH 81 kom til landsins 30. nóvember sl. en þá lagðist hann að bryggju í Hafnarfirði þar sem m.a var sett í bátinn netaspil og krapakerfi.

Báturinn er smíðaður fyrir Pétur Pétursson skipstjóra og útgerðarmann á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann mun leysa af hólmi Víkingbát með sama nafni sem er 30 bt. að stærð.

Bárður SH 81 er 26,90 metra langur og 7 metra breiður og þar með stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð. Báturinn er útbúinn til netaveiða, en auk þess er hann með búnað til dragnótaveiða. Hann mun geta borið 55 tonna afla í körum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s