Skálaberg á siglingu á Skjálfanda

923. Skálaberg ÞH 244 ex Sigurður Þorkelsson ÍS 200. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1987.

Skálaberg ÞH 244 er hér á siglingu á Skjálfanda sumarið 1987 en báturinn var gerður út frá Húsavík árin 1985-1990.

Báturinn var smíðaður árið 1957 í Danmörku fyrir Sigvalda Þorleifsson h/f í Ólafsfirði og hét Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36. Báturinn var endurbyggður frá grunni hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og lauk þeirri vinnu árið 1985 en stöðin hafði átt bátinn frá árinu 1974.

Þá hét hann Símon Gíslason KE 155 en fékk nafnið Sigurður Þorkelsson ÍS 200 að endurbbyggingu lokinni. Eigandi Helgi Geirmundsson á Ísafirði. Áður hafði báturinn borið nöfnin Ásmundur GK 30, Flosi ÍS 15 og Sólrún KE 61.

Eigendur Skálabergs ÞH 244 voru bræðurnir Egill og Aðalgeir Olgeirssynir sem keyptu bátinn til Húsavíkur frá Ísafirði haustið 1985. Hann var síðan seldur Saltfangi hf. á Neskaupstað í ágústmánuði 1990 þar sem hann fékk nafnið Hlífar Pétur NK 15.

Eftir að báturinn fór frá Neskaupstað 1993 hefur hann borið nöfnin Kolbrún ÍS 74, Freyja GK 364, Röstin GK 120, Orri ÍS 180, HF 180, GK 63 og aftur ÍS 180.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr. og þess má geta að Skálabergið er á dagatalinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s