Þórunn Havsteen ÞH 40 á Flæmska

1462. Þórunn Havsteen ÞH 40 ex Júlíus Havsteen ÞH 40. Ljósmynd Ómar Örn Jónsson.

Það er alltaf gaman að fá pakka og verra ef þeir innihalda skipa- eða bátamyndir eins og sá sem Ómar Örn Jónsson sendi mér í dag.

Ómar Örn var skipverji á Þórunni Havsteen ÞH 40 og eru þesar myndir úr fyrsta túr togarans á Flæmska hattinn. Skipstjóri Hinrik heitinn Þórarinsson.

Togarinn hét upphaflega Júlíus Havsteen ÞH 1 en í lok árs 1995 fékk hann þetta nafn sem hann ber á myndunum. Þá hafði nýr Júlíus Havsteen leyst þennan af hólmi og Guðmundur Eiríksson útgm. keypt hann og nefnt eftir sýslumannsfrúnni.

Togarinn var smíðaður hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi 1976. Hann var 285 brl. að stærð búinn 990 hestafla MAK aðalvél. Lengd hans var 36,80 metrar og breiddin 8 metrar.

Togarinn var seldur til Noregs 1999 þar sem hann fékk nafnið Bergstrål og síðar Solheimfisk. Seldur til Möltu þar sem hann fékk nafnið Sunfish.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þeir sem áhuga hafa á dagatali Skipamynda 2020 geta pantað sér eintak á korri@internet.is – Verðið er 3300 kr.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s