Klakkur ÍS 903 í slipp á Akureyri

1472. Klakkur ÍS 903 ex Ísborg II ÍS 260. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Ísafjarðartogarinn Klakkur ÍS 903, sem reyndar er skráður með heimahöfn á Flateyri, hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu.

Tjaldtangi ehf. á Ísafirði er eigandi Klakks sem um stuttan tíma hét Ísborg II ÍS 260 en hét áður Klakkur SK 5, Klakkur SH 510 og Klakkur VE 103. Smíðaður árið 1977 í Gdynia í Póllandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Særif SH 25 á Siglufirði

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS 128. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Línubáturinn Særif SH 25 frá Rifi hefur róið frá Siglufirði að undanförnu og voru þessar myndir teknar í gær.

Særif SH 25 hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og var í eigu Völusteins ehf. í Bolungarvík.

Hrólfur Einarsson ÍS 255 var smíðaður árið 2012 hjá Trefjum í Hafnarfirði. Eftir að báturinn var lengdur um þrjá metra árið 2013 fékk hann nafnið Hálfdán Einarsson ÍS 128.

2015 er báturinn seldur Melnesi ehf. á Hellisandi og fær nafnið Særif SH 25.

Landaðu úr Særifi SH 25 á Siglufirði í gær. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Særif SH 25 er 14,98 metrar að lengd og mælist 27,77 BT að stærð.

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS 128. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vörður ÞH 44 og Þórir SF 77 við bryggju í Hafnarfirði

2962. Vörður ÞH 44 og 2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Maggi Jóns tók þessa mynd í gær en hún sýnir Vörð ÞH 44 og Þóri SF 77 við bryggju í Hafnarfirði.

Vörður er 29 metra langur og 12 metra breiður en Þórir er um 38 metrar að lengd og 9,2 metra breiður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hlíf GK 250 frá Grindavík

663. Hlíf GK 250 ex Hlíf ÞH 80. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hlíf GK 250 kemur hér að landi í Grindavík um árið og það sennilega úr línuróðri.

Ég birti mynd af bátnum hér á síðunni í desember í fyrra og lesa má um bátinn þar. En í stuttu máli var hann smíðaður af Ernst Pettersen á Seyðisfirði 1960. Báturinn hét Lómur ÞH 80 og eigandi hans var Sveinbjörn Jóhannsson Þórshöfn á Langanesi.

Báturinn var seldur til Grindavíkur vorið 1984 en hafði á þessum 24 árum tvívegis verið seldur innanbæjar á Þórshöfn. Hann hét Hlíf ÞH 80 þegar þarna var komið við sögu og hélt nafninu en varð GK 250.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Oddgeir ÞH 222

158. Oddgeir ÞH 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Oddgeir ÞH 222 er hér á Breiðafirði, nánar tiltekið fyrir utan höfnina í Ólafsvík. Árið sennilega 1986.

Oddgeir ÞH 222 var smíðaður í Hollandi árið 1963 fyrir Gjögur hf. á Grenivík og það nafn bar hann í 40 ár eða þangað til hann var seldur árið 2003.

Á þessum tíma var hann yfirbyggður og skipt um brú auk þess sem nýr skutur var kominn á hann. Hann mældist 164 brl. að stærð.

Eins og áður segir var hann seldur árið 2003, kaupandinn var Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson útgerðarmaður á Ísafirði. Hann nefndi bátinn Baldur Árna og var hann áfram ÞH 222 nú með heimahöfn á Húsavík.

Baldur Árna ÞH 222 var seldur til Nova Scotia í Kananda haustið 2009 og fékk nafnið Francoise.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hafrafell SU 65 í slipp á Akureyri

2912. Hafrafell SU 65 ex Hulda GK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Línubáturinn Hafrafell SU 65 hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu og var þessi mynd tekin í gær.

Báturinn, sem er í eigu Háuaxlar ehf. á Fáskrúðsfirði, hét upphaflega Oddur á Nesi SI 76 og var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri fyrir BG Nes ehf . Hann kom til heimahafnar á Siglufirði upp úr miðjum janúar 2017.

Seldur Blikabergi ehf. í júlí 2017 og fékk þá nafnið Hulda HF 17, um ári síðar var heimahönf Huldu skráð í Sandgerði og hún GK 17.

Blikaberg ehf. seldi Huldu GK 17 til Háuaxlar ehf. snemma á þessu ári og fékk hann þá það nafn sem hann ber á myndinni.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution