Klakkur ÍS 903 í slipp á Akureyri

1472. Klakkur ÍS 903 ex Ísborg II ÍS 260. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Ísafjarðartogarinn Klakkur ÍS 903, sem reyndar er skráður með heimahöfn á Flateyri, hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu. Tjaldtangi ehf. á Ísafirði er eigandi Klakks sem um stuttan tíma hét Ísborg II ÍS 260 en hét áður Klakkur SK 5, … Halda áfram að lesa Klakkur ÍS 903 í slipp á Akureyri

Særif SH 25 á Siglufirði

2822. Særif SH 25 ex Hálfdán Einarsson ÍS 128. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Línubáturinn Særif SH 25 frá Rifi hefur róið frá Siglufirði að undanförnu og voru þessar myndir teknar í gær. Særif SH 25 hét upphaflega Hrólfur Einarsson ÍS 255 og var í eigu Völusteins ehf. í Bolungarvík. Hrólfur Einarsson ÍS 255 var smíðaður árið … Halda áfram að lesa Særif SH 25 á Siglufirði

Vörður ÞH 44 og Þórir SF 77 við bryggju í Hafnarfirði

2962. Vörður ÞH 44 og 2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019. Maggi Jóns tók þessa mynd í gær en hún sýnir Vörð ÞH 44 og Þóri SF 77 við bryggju í Hafnarfirði. Vörður er 29 metra langur og 12 metra breiður en Þórir er um 38 metrar að lengd og 9,2 metra breiður. … Halda áfram að lesa Vörður ÞH 44 og Þórir SF 77 við bryggju í Hafnarfirði

Hafrafell SU 65 í slipp á Akureyri

2912. Hafrafell SU 65 ex Hulda GK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019. Línubáturinn Hafrafell SU 65 hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu og var þessi mynd tekin í gær. Báturinn, sem er í eigu Háuaxlar ehf. á Fáskrúðsfirði, hét upphaflega Oddur á Nesi SI 76 og var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri fyrir … Halda áfram að lesa Hafrafell SU 65 í slipp á Akureyri