
Júlía VE 123 er hér að rækjuveiðum á Öxarfirði um miðjan níunda áratug síðustu aldar en báturinn var þá gerður út frá Kópaskeri.
Grímnir hf. á Kópaskeri keypti bátinn frá Vestmannaeyjum 1983-1984 og gerði út um tíma. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá í septembermánuði 1987.
Upphaflega hét báturinn Skálafell RE 20, smíðaður í Hafnarfirði árið 1943, og var í eigu Sigurjóns Sigurðssonar í Reykjavík. Hann var 53 brl. að stærð.
Í bókunum Íslensk skip, þaðan sem þessar heimildir eru, segir að báturinn hafi heitið Súgandi RE 20 fyrstu vikurnar eftir sjósetningu. Báturinn skipti tvisvar sinnum um eigendur í Reykjavík áður en Emil Andersen í Vestmannaeyjum keypti hann árið 1953 og gaf honum nafnið Júlía VE 123.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Mér þótti Júlía alltaf flottur bátur með sin tré hvalbak,ef minnið svíkur ekki þá held ég að Júlía hafi dagað uppi í slippnum í Njarðvík.
Líkar viðLíkar við