Júlía VE 123 á rækjuveiðum

623. Júlía VE 123 ex Skálafell RE 20. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Júlía VE 123 er hér að rækjuveiðum á Öxarfirði um miðjan níunda áratug síðustu aldar en báturinn var þá gerður út frá Kópaskeri.

Grímnir hf. á Kópaskeri keypti bátinn frá Vestmannaeyjum 1983-1984 og gerði út um tíma. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá í septembermánuði 1987.

Upphaflega hét báturinn Skálafell RE 20, smíðaður í Hafnarfirði árið 1943, og var í eigu Sigurjóns Sigurðssonar í Reykjavík. Hann var 53 brl. að stærð.

Í bókunum Íslensk skip, þaðan sem þessar heimildir eru, segir að báturinn hafi heitið Súgandi RE 20 fyrstu vikurnar eftir sjósetningu. Báturinn skipti tvisvar sinnum um eigendur í Reykjavík áður en Emil Andersen í Vestmannaeyjum keypti hann árið 1953 og gaf honum nafnið Júlía VE 123.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Einar frá Myre

Einar N-31-Ø. Ljósmynd Magnús Jónsson 2019.

Einar N-130-Ø lá fyrir linsunni hjá Magga Jóns í Hafnarfjarðarhöfn en Einar er af gerðinni Cleopatra 50B.

Við fáum nánari fréttir af bátnum frá Trefjum síðar en Einar er með heimahöfn í Myre.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution