Áskell ÞH 48 – Drónamynir frá Jóni Steinari

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar myndir sem nú birtast á drónann sinn þegar nýi Áskell ÞH 48 kom til hafnar í Grindavík nú undir kvöld.

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Þrátt fyrir að birtu hafi verið tekið að bregða eru myndirnar hjá honum góðar að venju.

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2019.
2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Alltaf gaman að sjá þegar fólk mætir á bryggjuna og fagnar komu nýrra báta og skipa.

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Nýi Áskell kom til Grindavíkur undir kvöld

2958. Áskell ÞH 48. Ljósmynd Guðmundur St. Valdimarsson 2019.

Nýi Áskell ÞH 48 kom til hafnar í Grindavík á sjöunda tímanum í kvöld og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd af skipinu.

Fyrr í haust kom Vörður ÞH 44 til landsins frá Noregi en Vörður og Áskell eru í hópi sjö systurskipa sem norsk skipasmíðastöðin VARD smíðar fyrir íslenskar útgerðir. Gjögur hf. fékk þessi tvö en einnig eru komnar til landsins Vestmannaey VE 54 og Bergey VE 144.

Efti eiga að koma Harðbakur EA 3, Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25.

Skipin eru 28,95 metrar á lengd og 12 metrar á breidd.  Í skipunum eru tvær aðalvélar með tveimur skrúfum.  Ný kynslóð rafmagnsspila eru í skipunum frá Seaonics.

Í skipunum eru íbúðir fyrir 13 manna áhöfn og taka þau um 80 tonn af fiski í lest eða um 244 kör, 460 lítra.

Ef vel er að gáð má sjá dróna fyrir ofan skipið framanvert en þar var á ferð dróni Jóns Steinars Sæmundssonar. Það verður gaman að sjá þær myndir.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Breki og Akurey að veiðum

2861. Breki VE 61. Ljósmynd Trausti 2019.

Gundi á Frosta, sem þessa dagana er á Kaldbak EA 1, sendi mér þessar myndir sem Trausti stýrimaður á EA 1 tók í gær.

Þær sýna annars vegar Breka VE 61 og hinsvegar Akurey AK 10 að veiðum. Breki smíðaður í Kína en Akurey í Tyrklandi.

2890. Akurey AK 10. Ljósmynd Trausti 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Brim hf. kaupir Kamb og Grábrók

2766. Steinunn HF 108 ex Benni SU 65. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Brim hf. hefur gert samning um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum. Annað er Fiskvinnslan Kambur hf. sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði og hitt er útgerðarfélagið Grábrók ehf. sem einnig gerir út frá Hafnarfirði.

Í tilkynningu á heimasíðu Brims hf. segir að Fiskvinnslan Kambur geri út krókabátinn Kristján HF 100 sem var smíður í Trefjum hf. í Hafnarfirði á síðasta ári og er búinn öllum nýjasta tækjabúnaði til veiða og aflameðferðar. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark að mestu í þorski.

Þá rekur fyrirtækið tæknivædda fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sem er búin margvíslegum hátæknibúnaði m.a. nýrri vinnslulínu og vatnsskurðarvél frá Völku hf. sem var tekin í notkun á síðasta ári.

Kaupverðið nemur 2.3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi hf. sem eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims að verðmæti um 835 milljónir króna. Grábrók ehf. gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna.

Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims hf. og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila.

Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt 6 mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.:
„Með þessum kaupum erum við að styrkja Brim sem alhliða fyrirtæki í sjávarútvegi. Við viljum efla starfsemi Brims samhliða því að við höfum styrkt stöðu okkar í markaðssetningu og sölu á vörum félagsins á erlendum mörkuðum. Við bætum núna við okkur þorskveiðiheimildum, tæknivæddum vinnslueiningum og mannauð sem gerir félagið betur í stakk búið til að takast á við erlenda samkeppni í vinnslu íslenskra sjávarafurða. Kambur verður rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims en við stefnum að góðu samstarfi með aukna sérhæfingu að markmiði þegar fram líða stundir.“ Segir í tilkynningunni frá Brim hf.

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution