Herjólfur hinn nýi

2941. Herjólfur. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í dag þegar Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum.

Þetta eru fyrstu myndirnar sem birtast af þessu skipi hér á síðunni og kominn tími til því hann kom til landsins í júní sl.

Herjólfur er 3,270 BT að stærð og skráð lengd hans er 68,86 metrar.

2941. Herjólfur. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Northguider H-177-AV

Northguider H-177-AV ásamt björgunarskipum við Svalbarða í dag. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson.

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi síðunni þessa mynd sem hann tók við Hinlopen á Svalbarða í dag.

Hún sýnir rækjutogarann Northguider H-177-AV sem strandaði í lok síðasta árs ásamt björgunarskipum. Þau eru sjö talsins en Eiríkur segir öllu hafi verið tjaldað til að undanförnu svo koma mætti togaranum á flot. M.a hefur gálginn verið skorinn burtu til að lækka þyngdarpunktinn.

Þegar Eiki tók myndina var Reval Viking á togi þarna skammt undan.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Afi fór á sjó

Afi á leið í róður í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Afi fór á sjó frá Húsavík í dag en þar sem báturinn hefur engin sjáanleg númer er lítið um han að segja. Nema jú að Ægir Eiríks var með hann.

Annars var rjómablíða við Skjálfanda í dag líkt og undanfarna daga og Ægir nýtt sér það til að veiða í soðið. Það held ég nú.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.