Herjólfur hinn nýi

2941. Herjólfur. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í dag þegar Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum. Þetta eru fyrstu myndirnar sem birtast af þessu skipi hér á síðunni og kominn tími til því hann kom til landsins í júní sl. Herjólfur er 3,270 BT að stærð og skráð lengd hans er … Halda áfram að lesa Herjólfur hinn nýi

Northguider H-177-AV

Northguider H-177-AV ásamt björgunarskipum við Svalbarða í dag. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson. Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi síðunni þessa mynd sem hann tók við Hinlopen á Svalbarða í dag. Hún sýnir rækjutogarann Northguider H-177-AV sem strandaði í lok síðasta árs ásamt björgunarskipum. Þau eru sjö talsins en Eiríkur segir öllu hafi verið tjaldað til … Halda áfram að lesa Northguider H-177-AV