Lagarfoss

Lagarfoss. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Hólmgeir Austfjörð tók þessa mynd af Lagarfossi í gær er skipið beið þessa að komast til hafnar í Vestmannaeyjum.

Lagarfoss var smíðaður árið 2014 og er 141 metrar að lengd. Breidd hans er 23 metrar og hann mælist 10,106 GT að stærð.

Lagarfoss siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Beggi kominn á þurrt

1350. Beggi ÞH 343 við Norðurgarðinn á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Beggi ÞH 343 var hífður á land á Húsavík um miðjan daginn en hann sökk við bryggju í morgun.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn og kafari voru kvadd­ir á staðinn og tókst að koma Begga á flot þar sem dælt var úr hon­um. Óvíst er hvers vegna hann sökk eftir því sem segir í frétt á mbl.is í dag.

Beggi ÞH 343, sem er í eigu Vaðkots ehf., var smíðaður úr eik og furu í Dráttarbrautinni í Neskaupsstað 1973 og hét upphaflega Guðbjörg Sigfúsdóttir NK 20.

1350. Beggi ÞH 343 ex Hafborg SI 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Beggi ÞH 343 er 11,05 brl. að stærð og hefur ekki verið í útgerð mörg undanfarin ár.

1350. Beggi ÞH 343 ex Hafborg SI 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution