Bíldsey SH 65 kemur að landi á Siglufirði

2704. Bíldsey SH 95 kemur að landi á Siglufirði í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Línubáturinn Bíldsey SH 65 bíður hér þess að komast undir löndunarkranann á Siglufirði í dag.

Bíldsey SH 65 hét upphaflega Konni Júl GK 704 og var smíðaður hjá Seiglu í Reykjavík árið 2006. Eigandi Hviða ehf. og heimahöfnin Garður.

Árið 2008 fékk báturinn nafnið Kiddi Lár GK 501 þegar Útgerðarfélag Sandgerðis ehf. keypti hann.

Því nafni hét báturinn til ársins 2012 þegar hann fékk Bíldseyjarnafnið eftir að Sæfell hf. í Stykkishólmi keypti hann.

Báturinn var lengdur í 14,98 metra á Siglufirði 2012 en upphaflega var hann 12,5 metrar að lengd. Breidd hans er 4,6 metrar og hann mælist 29,83 BT að stærð.

2704. Bíldsey SH 65 ex Bíldsey II SH 63. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Tjaldur lét úr höfn á Siglufirði í dag

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Línuskipið Tjaldur SH 270 landaði á Siglufirði í dag og voru þessar myndir teknar þegar hann lét úr höfn undir stjórn Vigfúsar Markússonar.

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

„Tjaldur er 42,9 metra langur og var skrokkur bátsins er smíðaður í Salthammer Båtbyggeri í Noregi, en hann var hannaður af Solstrand Slip & Båtbyggeri, Tomrefjord í Romsdal. Þar var smíði bátsins einnig lokið“. Sagði m.a í Morgunblaðinu þann 2. september árið 1992 en þá var skipið nýkomið til landsins.

2158. Tjaldur SH 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution