Vaka SU 9

2061. Vaka SU 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vaka SU 9 frá Reyðarfirði kom eitt sinn til Húsavíkur og voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Kannski kom hún þó oftar en þetta skipti, hvað veit ég, en mig minnir að erindið hafi verið eitthvað tengt veiðarfærum.

Vaka SU 9 var í eigu Eskfirðings hf. á Eskifirði og kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Reyðarfirði vorið 1991.

Morgunblaðið sagði svo frá:

Fjölveiðiskipið Vaka SU 9 kom til heimahafnar á Reyðarfirði í upphafi vikunnar. Mikið var um dýrðir, en meðal annars var börnum bæði frá Reyðarfirði og Eskifirði boðið í siglingu með skipinu. Vaka var smíðuð á Spáni og hefur heimkoma hennar tafizt tölvert af ýmsum ástæðum. Nú er unnið að því að gera skipið klárt á rækjuveiðar.

Skipið er svokallað fjölveiðiskip, búið til veiða í bæði nót og troll. Það er byggt hjá skipasmíðastöðinni Gondan í Figueros á Spáni. Mest lengd er 52,72 metrar og breidd 10,50. Aðalvél er MAN B&W; Alpha, 3.500 hestöfl miðað við 750 snúninga á mínútu. Áætluð burðargeta er um 900 tonn af loðnu, en frystigeta er um 50 tonn á sólarhring. Íbúðir eru fyrir 21 mann og er skipið sérstaklega skyrkt til siglinga í ís.

Vaka kemur í stað Eskfirðings SU, sem sökk fyrir nokkrum misserum, en að auki hafa smábátar verið keyptir til úreldingar. Skipið hefur yfir einum og hálfum loðnukvóta að ráða. Skipakaupin eru fjármögnuð með eigin fé, erlendu láni með ríkisábyrgð og láni frá Spáni með veði í skipinu.

Skipstjóri er Valdimar Aðalsteinsson og útgerðarmaður Aðalsteinn Valdimarsson. Eigandi er Eskfirðingur hf á Eskifirði.

2061. Vaka SU 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vaka Su 9 var seld Þormóði ramma hf. á Siglufirði í byrjun árs 1992. Hún fékk nafnið Sunna 67 og var gerð út á rækju, bæði hér við land sem og á Flæmska hattinum.

Í febrúarmánuði 2006 keypti Gulltog ehf. í Keflavík Sunnu sem varð við það KE 60. Sunna KE 60 var seld til Rússlands árið 2008 og hét þá Sea HunterKE 60. Heitir Sea Hunter í dag.

2061. Vaka SU 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution