
Muggur EA 26 kemur hér til Húsavíkur í ágústmánuði árið 2000 þeirra erinda að ná í rækjutroll.
Muggur var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1971 fyrir Dalvíkinga og hét upphaflega Bliki EA 12. Síðar Jói á Nesi SH 159 og því næst Ásgeir ÞH 198 frá Húsavík.
Seldur frá Húsavík á Hvammstanga þar sem hann fékk nafnið Haförn HU 4. Fór austur á land og varð Haförn SU 4. Næst var það Haförn HF 375 og því næst Örn ÍS 18, Örn Í 122 og síðan aftur Haförn HU 4.
Árið 200o fékk hann nafnið Muggur EA 26 eftir að hafa verið keyptur til sinnar upprunalegu heimahafnar á ný.
Á vef Árna Björns, aba.is, segir að verið sé að endurbyggja bátinn sem tekinn var af skipaskrá árið 2006.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.