María Júlía BA 36

151. María Júlía BA 36 ex björgunar- og varðskipið María Júlía. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

María Júlía BA 36 við bryggju á Tálknafirði um árið en Hreiðar Olgeirsson tók myndina.

María Júlía er samofin skipasögu íslendinga og er enn til umræðu manna á milli en hún hefur lengi legið í höfn fyrir vestan.

Skipið er í eigu Áhugafélags um uppbyggingu skipsins og stofnaðilar eru Byggðasafns Vestfjarða og Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti.

Hér má lesa um Maríu Júlíu á vef Byggðarsafns Vestfjarða.

María Júlía var smíðuð sem björgunar- og varðskip í Frederikssund Skibsværft í Frederikssund í Danmörku árið 1950 fyrir Ríkissjóð Íslands.

Það var einnig notað við hafrannsóknir og því má segja að þetta sé fyrsta hafrannsóknaskip Íslands.

1969 var María Júlía seld til Patreksfjarðar og henni breytt í fiskiskip. Hélt nafni sínu en fék einkennisstafina BA og númerið 36. Kaupandinn var Skjöldur h/f.

Morgunblaðið sagði svo frá sölunni 19. janúar 1969:

Varðskipið María Júlía hefur verið selt fyrir rúmar 3 milljónir króna og er kaupandinn útgerðarfélagið Skjöldur á Patreksfirði. Þar með líkur þjónustu þessa happaskips við Landhelgisgæzluna.Skipið kom nýtt til landsins frá Danmörku 1950.

Í ágúst 1945 undirritaði þáverandi dómsmálaráðherra Finnur Jónsson samning við slysavarnadeildirnar á Vestfjörðum, sem komu fram fyrir hönd Björgunarskútusjóðs Vestfjarða. Samningurinn var um smíði eða kaup á strandgæzlu, eftirlits- og björgunarskipi og átti það að vera a.m.k. 200 rúmlestir að stærð. Þessir aðilar lögðu fram 200 þúsund krónur ,sem þá var mikið fé.

Í samningnum voru ákvæði um notkum skipsins. Strax var hafizt handa um að láta smíða skip og m.a. var þá ákveðið að skipið skyldi taka þátt í rannsóknarstörfum fyrir Fiskideildina og var skipið útbúið með rannsóknarstofu og tækjum til togveiða. 

Skipið var smíðað, í Danmörku og kom hingað 1950. Það er 138 lestir, eikarskip með einni 600 hestafla vél og gengur 11.5 sjómílur á klukkustund. Áhöfn hefur verið 11 manns. Skipið var vopnað einni lítilli byssu.

Á þessum árum, sem skipið hefur verið undir stjórn Landhelgisgæzlunnar hefur það unnið að fyrirfram ákveðnum störfum, almennum gæzlu störfum, bátaaðstoð fyrir vestan, hafrannsóknum fyrir norðan Ísland og fiskirannsóknum umhverfis landið.

Með breyttum tímum hafa verkefni þess sífellt orðið minni og í fyrravor var því lagt. Var skipið síðan auglýst af Innkaupastofnun ríkisins í desember.

Mbl. gerði í gær tilraun til þess að ná tali af Kristni Jónssyni, framkvæmdastjóra útgerðarinnar Skjaldar á Patreksfirði til þess að spyrast fyrir um hlut verk skipsins í framtíðinni, en það tókst ekki. Eins höfðum við hug á því fregna, hvort nafni skipsins yrði breytt.

Sérstök saga er tengd nafngift skipsins. María Júlía Gísladóttir, kaupkona á Ísafirði gaf mikið af eignum sínum slysavarnadeildinni á Ísafirði. Hluti af byggingakostnaði skipsins var greiddur með þessu fé, en smíði skipsins kostaði Björgunarskútusjóður Vestfjarða. Reyndist fjárframlag Maríu Júlíu mjög drjúgt til skipsins og því var skipið nefnt eftir henni — MARÍA JÚLÍA.

María Júlía BA 36 var seld Þórsbergi h/f á Tálknafirði árið 1985, seljandi Vaskur h/f á Patreksfirði. Þórsberg gerði skipið út til ársins 2003. Hún var tekin af skipaskrá haustið 2014.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s