Örfirisey RE 14 í skemmtisiglingu á Skjálfanda

1030. Örfirisey RE 14. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1967.

Örfirirsey RE 14 er hér á siglingu með Húsvíkinga á sjómannadaginn 1967 að ég held en skipið kom til landsins í febrúar það ár.

Í Morgunblaðinu sagði frá komu Örfiriseyjar RE 14 þann 10 febrúar í skeyti frá fréttaritara blaðsins 9. febrúar:

Nýtt skip m.s. Örfirisey RE 14 kom til Húsavíkur í morgun. Skipið tekur fyrst land í Húsavík, sökum þess að skipstjórinn og nokkuð af skipshöfninni eru Húsvíkingar. 

Skipið er smíðað í Deest í Hollandi, annað af fimm skipum, sem smíðað er eftir sömu teikningu Hjálmars Bárðarsonar. Stærð skipsins er 310 lestir og aðalaflvél Listerdísil. Ganghraði á heimleið var 11 mílur.

Örfirisey er búin öllum nýjustu tækjum. Hún hreppti slæmt veður á heimleið, en reyndist í alla staði vel.

Eigandi er Hraðfrystistöðin í Reykjavík, Einar Sigurðsson. Skipstjóri er Kristbjörn Árnasonog 1. stýrimaður Björn Halldórsson. Fyrsti vélstjóri er Magnús Hagalínsson.

Héðan fer skipið á morgun og mun hefja loðnuveiðar fyrir Suðurlandi.    

Síðar átti skipið eftir að heita Rauðsey AK 14, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Arnþór EA 16, Goðatindur SU 57 og loks Páll Jónsson GK 7 sem það ber í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ein athugasemd á “Örfirisey RE 14 í skemmtisiglingu á Skjálfanda

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s