Mánaberg ÓF 42 á toginu

1270. Mánaberg ÓF 42 ex Merkúr RE 800. Ljósmynd Þór Jónsson.

Skuttogarinn Mánaberg ÓF 42 var einn stóru Spánartogaranna sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga á Spáni árið 1973-1975.

Þeir voru smíðaðir í Astilleros Luzuriaga S.A. skipa­smíðastöðinni í Pasaj­es de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.

Mánabergið hét upphaflega Bjarni Benediktsson RE 210, síðar Merkúr RE 800 en Sæberg hf. keypti það til Ólafsfjarðar árið 1987.

Svo sagði frá komu Mánabergsins í dagblaðinu Degi 7. apríl 1987:

Nýtt skip bættist við flota Ólafsfjarðar sl. laugardag er Mánaberg ÓF 42 sem áður hét Bjarni Benediktsson lagði að bryggju hér í Ólafsfirði. Það birti yfir fólki þegar þetta myndarlega skip sigldi hér inn á höfnina í fegursta veðri, logni og sólskini, eftir hið mikla óveður sem var þá um garð gengið. Við hafnargarðinn hafði safnast saman mikill mannfjöldi til að fagna komu skipsins.

Sóknarpresturinn í Ólafsfirði, séra Svavar Alfreð Jónsson, flutti blessunarorð. Bæjarstjórinn Valtýr Sigurbjarnarson bauð skip og skipshöfn velkomna. Kirkjukór Ólafsfjarðar undir stjórn Soffíu Eggertsdóttur söng og stjórnarformaður Sæbergs hf. sem er eigandi skipsins þakkaði hlýjar móttökur og bauð öllum viðstöddum að skoða skipið og þiggja síðan veitingar í félagsheimilinu Tjarnarborg. Þar flutti Aðalheiður Karlsdóttir frumort kvæði í tilefni komu skipsins.

Skipið hefur verið endurnýjað út í Noregi og var því þar breytt í frystitogara og er allur frágangur mjög vandaður. Framkvæmdastjóri Sæbergs hf. sem á fyrir togarann Sólberg er Gunnar Sigvaldason.

Mánaberg ÓF 42 var selt árið 2017 til Murmansk í Rússlandi og sigldi af stað áleiðis þangað 17. mars það ár. Rammi hf. fékk nýjan frystitogara, Sólberg ÓF 1, í maí það ár og leysti hann Mánabergið og Sigurbjörgu ÓF 1 af hólmi en hún var seld til Noregs.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s