
Hér birtast myndir af tveim skuttogurum sem smíðaðir voru í Tyrklandi fyrir íslendinga en þó ekki í sömu stöðinni. Óskar Franz tók myndirnar i gær, 1. maí.
Björgúlfur EA 312 var smíðaður fyrir Samherja hf. í Cemre-skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi. Björgúlfur er 62,49 metrar að lengd og 13,5 metra breiður. Hann kom til heimahafnar á Dalvík í fyrsta skipti þann 1. júní 2017.

Akurey AK 10 var smíðuð fyrir HB Granda hf. í Celiktrans Shipyard í Istanbúl í Tyrklandi og kom til heimhafnar á Akranesi 21. júní 2017. Hún er 54,75 metrar að lengd og 13,5 metra breið.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution