
Ísleifur VE 63 kom til hafnar í Vestmannaeyjum í dag og líkt og kompanískipið Kap VE 4 var hann með kolmunna úr Færeysku lögsögunni.

Aflinn var 2000 tonn en Ísleifur hét upphaflega Ingunn AK 150 og var smíðaður fyrir HB á Akranes í Chile árið 2000.

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum keypti Ingunni AK 150 sumarið 2015 og gaf skipinu nafnið Ísleifur VE 63.

Ísleifur VE 63 er 1218 brl/2000 BT að stærð. Hann er 73 metrar að lengd og breiddin er 12,6 metrar. Aðalvélin er 5,870 hestafla M.a.k. frá árinu 2000.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution