Kap VE 4 kom að landi með 1500 tonn af kolmunna í morgun

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap VE 4 kom í morgun til Vestmannaeyja með um 1500 tonn af kolmunna sem fékkst í Færeyskri lögsögu. Þar ku vera mokveiði hafði ljósmyndarinn eftir stákunum á Kap. Aflin fékkst í fjórum togum og það stærsta var 670 tonn.

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Kap VE 4 hét upphaflega Jón Finnsson RE 506 og var smíðaður í Shiprepair Yard Gryfia í Stettin í Póllandi árið 1987 fyrir Gísla Jóhannesson útgerðarmann. 1995 keypti Ljósavík hf. í Þorlákshöfn skipið sem fékk nafnið Hersir Ár 4.

1742. Kap II VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vinnslustöðin hf. keypti Hersir ÁR 4 vorið 1997 og fékk hann nafnið Kap VE 4. Árið 1998 var skipið selt Faxamjöli hf. og fékk það þá nafnið Faxi RE. Það var síðan skráð hjá HB Granda eftir að dótturfélagið Faxamjöl var sameinað móðurfélaginu.

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9.Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vinnslustöðin keypti síðan Faxa RE aftur til Vestmannaeyja síðla árs 2015 og fékk skipið afur nafnið Kap VE 4.

Skipið var lengt árið 2000 og mælist eftir það 893 brl./1411 BT að stærð. Lengd þess og breidd er 60×11 metrar.

Aðalvélin er af Warstilagerð, 5800 hestöfl, sett niður um leið og skipið var lengt árið 2000.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s