Halldór Jónsson SH 217

540. Halldór Jónsson SH 217. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Halldór Jónsson SH 217 er hér á landleið úr netaróðri á Breiðafirði um árið.

 Báturinn var smíðaður 1961 á Akureyri fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann í Ólafsvík. Hann var upphaflega mældur 96 brl. að stærð og var með 400 hestafla M.W.M aðalvél. 1966 var báturinn skráður í eigu Stakkholts hf. Halldór Jónsson SH var endurmældur árið 1974 og mældist þá 92 brl. að stærð og þá var einnig skipt um aðalvél. 565 hestafla Caterpillar leysti þá upphaflegu af hólmi. Heimild Íslensk skip.

Í Degi á Akureyri, þann 7. júní 1961, var sagt frá sjósetningu bátsins:

Síðastliðinn laugardag var nýtt skip, byggt hjá Skipasmíða stöð Kaupfélags Eyfirðinga, sjósett. 

Þetta er 95 lesta skip, mjög álitlegt og vandað að gerð. Eigandi er Halldór Jónsson, útgerðarmaður í Ólafsvík, og er þetta þriðja skipið, sem skipasmíðastöðin byggir fyrir hann, en hið fimmta í röðinni, sem fer til Ólafsvíkur.

Nafn hins nýja skips er Halldór Jónsson. Vélin er 400 hestafla Mannheim-disilvél. Auk öryggis- og siglingatækja eru síldarleitartæki af Elack-gerð, og eru þau talin mjög fullkomin.

Alla járnsmíði annaðist Vélsmiðjan Oddi hf. Allt járn, smátt og stórt er sandblásið og málmhúðað á verkstæði þeirra Aðalgeirs og Jóns Guðmundssona.

Halldór Jónsson verður tilbúinn til síldveiða á komandi vertíð. Skipstjóri verður Þórir Stefánsson frá Dalvík.

Teikningu gerði Tryggvi Gunnarsson, skipasmíðameistari, og sá hann einnig um smíði skipsins.

Eftir að útgerð bátsins lauk lá hann lengi í Hafnarfjarðarhöfn þar sem hann grotnaði niður og var að lokum rifinn, hvar og hvenær er ég ekki með uppl. um núna.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s