
Óskar Franz myndaði rússneska frystitogarann Sapphire II MK-360 þegar hann kom til hafnar í Reykjavík í vikunni.
Togarinn hét upphaflega Havstrand M-225-H og var smíðaður í Brattvåg Skipsinnredning A/S í Brattvåg.
Hann var afhentur í desember 1987 en stöðin í Brattvåg lét smíða skrokkinn hjá Bruce Verkstad A/B.í Landskrona í Svíþjóð.
Sapphire II er 65,5 metra breiður og 13,02 metrar á breidd. Mælist 2,071 GT að stærð.
Rússar eignast skipið á árinu 2013. það er skráð í Murmansk en útgerð skipsins hefur aðsetur í Arkhangelsk.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution