Ísleifur VE 63 kemur til Vestmannaeyja

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn Ak 150. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Vestmanneyingurinn Jói Myndó sendi mér nokkar glæsilegar myndir af Ísleifi VE 63 koma til hafnar í Eyjum á dögunum.

Ísleifur VE 63 hét upphaflega Ingunn AK 150 og var smíðaður fyrir HB á Akranes í Chile árið 2000.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum keypti Ingunni AK 150 sumarið 2015 og var salan á henni liður í endurnýjun á fiskiskipaflota HB Granda. Hið nýja og glæislega skip, Venus NS 150 , kom í stað Ingunnar Ak 150 og desember sama ár var Faxi RE 9 afhentur Vinnslustöðinni. Um svipað leyti kom Víkingur AK 100 til landsins og Lundey NS 14 var lagt og síðar seld til Noregs. Faxi fékk nafnið Kap vE 4.

2388. Ísleifur VE 63 ex Ingunn AK 150. Ljósmynd Jói Myndó 2019.

Eins og sjá má er Íseifur VE 63 málaður í græn­um lit með gulri rönd, en sam­kvæmt hefðinni hafa all­ir bát­ar með þessu nafni, sem gerðir hafa verið út frá Eyj­um verið málaðir í þess­um lit­um. Önnur skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar eru hins veg­ar venju sam­kvæmt blá á skrokk­inn nema Sleipnir VE 83 sem er enn í gula Glófaxalitnum. Hann er hinsvegar ekki í drift sem stendur

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd