
Hér koma myndir sem sýna togarana Málmey SK 1 og Drangey SK 2 en þær tók ég í ágústmánuði 2017 þegar Drangey SK 2 kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Sauðárkróki.
Málmey SK 1 var smíðuð í Flekkefjord í Noregi 1987 fyrir Sjólaskip hf. í Hafnarfirði. Skipið , sem hlaut upphaflega nafnið Sjóli HF 1, var keyptur til Sauðárkróks 1995 og hlaut þá nafnið Málmey SK 1.

Drangey er einn fjögurra togara sem smíðaður er eftir sömu teikningu fyrir íslenskar útgerðir í Tyrklandi. Kaldbakur EA kom fyrstur, síðan Björgúlfur EA og næst kom Drangey SK og loks Björg EA.
Málmey og Drangey eru í eigu FISK-Seafood á Sauðárkróki.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution