
Fiskifréttir greina frá því að Þórsnes ehf. í Stykkishólmi, sem rekur afkastamikla saltfiskverkun, hafi nýlega keypt útgerð netabátsins Arnars SH 157.
Arnar SH 157, sem hefur verið að veiða grimmt á þessari vertíð, heitir í dag Arnar II SH 757 .
Arnar SH 157 hét upphaflega Happasæll KE 94 og var smíðaður hjá Seiglu í Reykjavík árið 2004.
Sagt var frá Happasæli hér á síðunni fyrir skömmu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution