Björgúlfur EA 312

2892. Björgúlfur EA 312. Ljósmynd Haukur Sigtryggur 2019.

Samherjatogarinn Björgúlfur EA 312 kom til heimahafnar úr Barentshafinu í dag og tók Haukur Sigtryggur þessa mynd þá.

Björgúlfur var smíðaður í Tyrklandi árið 2017 og kom til heimahafnar á Dalvík 1. júní það ár.

Björgúlfur er einn fjögurra togara sem smíðaður er eftir sömu teikningu fyrir íslenskar útgerðir í Tyrklandi. Kaldbakur EA kom fyrstur, síðan Björgúlfur EA og næst kemur Drangey SK og loks Björg EA.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd