Loftur Baldvinsson EA 124

144. Loftur Baldvinsson EA 124. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Hér liggur Loftur Baldvinsson EA 124 í höfn á Akureyri og sennilega er það Sæþór ÓF 5 sem er fyrir innan hann.

Ég tel þessa mynd vera tekna haustið 1963 en Loftur Baldvinsson EA 124 kom nýr til heimahafnar á Dalvík þá um sumarið.

Loftur Baldvinsson var smíðaður fyrir Aðalstein Loftsson í Hjörungavog, Noregi, 1963, stálskip brl 225. Skipið kom nýtt til Dalvíkur 16. júlí 1963. Lengd 31,91, breidd 7,01, dýpt 3,38. Vél Lister 660 hö.

Skipið fékk nafnið Baldur EA 124 þegar nýr Loftur Baldvinsson kom árið 1968. Aðalsteinn seldi skipið til Reykjavíkur og bar það áfram nafnið Baldur en fékk einkennisstafina RE 2.

Skipið var síðan í Keflavík og hét þar Hagbarður KE 116. Þaðan fór það til Ólafsvíkur og hét þar Gunnar Bjarnason SH 25. Árið 1995 var skipið selt til Noregs. (Norðurslóð 2015)

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd