
Matthías SH 21 er einn Kínabátanna svokölluðu sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga og komu til landsins með flutningaskipi árið 2001.
Matthías SH 21 hét upphaflega Vestri BA 64 og var í eigu samnefnds fyrirtækis á Patreksfirði.
Í lok september árið 2005 var hann orðinn Vestri BA 65 og mánuði síðar Matthías SH 21, eigandi Nónvarða ehf. og heimahöfnin Rif.
Sumarið 2007 var Matthías SH 21 í breytingum í Skipavík í Stykkishólmi þar sem báturinn var lengdur um 2,5 metra og lunningar hækkaðar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution