
Línuskipið Ásgeir Frímanns ÓF 21 er hér á mynd Tryggva Sigurðsson úr Vestmannaeyjum.
Ásgeir Frímanns var keyptur til landsins árið 1990 og í 11. tölublaði Ægis það ár mátti m.a lesa þetta þegar fjallað var um skipið:
5. september sl. kom fiskiskipið Ásgeir Frímanns ÓF 21 til hafnar í Reykjavík, en skip þetta var keypt notað frá Noregi.
Skipið sem áður hét Gåshólmur, var smíðað árið 1986 fyrir Færeyinga hjá Solstrand Slip & Baatbyggeri A/S í Tomrefjord, Noregi, smíðanúmer 49 hjá stöðinni. Skrokkur skipsins var smíð-aður hjá Herefjord Slipp & Verksted A/S í Revsnes.
Skipið er tveggja þilfara sérbyggt línuveiðiskip með línuvélasamstæðu og búið tækjum til heilfrystingar. Ásgeir Frímanns ÓF kemur í stað Atlanúps ÞH 263 (21), 176 rúmlesta stálfiskiskips, smíðað í Noregi árið 1960, og hét upphaflega Auðunn GK.
Ásgeir Frímanns ÓF er í eigu Valeikar hf. á Ólafsfirði. Skipstjóri á skipinu er Jónas Kristjánsson og yfirvélstjóri Snorri Ólafsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Helgi Már Reynisson.
Útgerð Ásgeirs Frímanns ÓF 21 stóð til 1995 en hann var seldur snemma það ár aftur til Noregs.
Ásgeir Frímanns ÓF 21 var 33 metra langur, 8 metra breiður og mældist 281 brl/436 BT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution