
Byr GK 59 lá fyrir dróna Jóns Steinars í gærmorgun þegar báturinn kom að landi í Grindavík.
Byr hét upphaflega Spörri GK 170 og var smíðaður í Bátasmiðjunni sf. í Hafnarfirði árið 1988.
Báturinn. sem er tæpar 10 brl. að stærð, er í eigu Gunnars Berg Ólafssonar í Grindavík sem keypti hann frá Hornafirði árið 2001.
Hann bar nafnið Hrappur SF 170 árin 1997-2001 en hafði heitið Hrappur GK 170 árin 1989-1997.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution