Jón Garðar GK 475

989. Jón Garðar GK 457. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Jón Garðar GK 475 kom nýsmíðaður til landsins 23. júlí árið 1965 og var þá stærsti síldarbátur landsins.

Í 7. tbl. Faxa það ár sagði svo frá:

Stærsti bátur síldarflotans.

Föstudaginn 23. júl. í sumar kom til landsins stærsti síldarbátur íslenzka flotans, Jón Garðar, GK 475, eigandi hans er hinn landskunni útgerðarmaður, Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum í Garði. 

Jón Garðar er 317 rúmlestir að stærð. Hann er byggður hjá Kaarbös Mekaniske Værksted A/S, Harstad, og er þetta sjötta skipið sem þessi skipasmíðastöð byggir fyrir Íslendinga, hin fyrri eru Grótta, Árni Magnússon, Jón Kjartansson, Höfrungur III og Arnar.

Þessi skip eru öll þekkt sem mikil aflaskip. Guðmundur Jónsson bindur miklar vonir við hið nýja, stóra og glæsilega skip, sem er búið öllum þeim tækjum, sem nú eru notuð í nýtízku báta, sem notaðir eru til síldveiða. 

Í skipinu eru 700 hestafla Wicman aðalvél, og gekk skipið í reynslusiglingu tólf mílur. Í því eru tvær Volvopenta hjálparvélar hvor um 80 hestöfl. Þá eru þar þrjú Simradtæki, sérstök ísvél, sem framleiðir 8 tonn af ís á sólarhring. Jón Garðar á því að geta komið með betri síld ef sigla þarf langt með hana. Í skipinu er síldardæla af nýjustu gerð. 

Gunnar Guðmundsson veitti skipinu viðtöku fyrir hönd föður síns, en skipstjóri á því er Víðir Sveinsson, sem hefur verið með Víði II að undanförnu. Umboðsmenn skipasmíðastöðvarinnar á Íslandi eru Eggert Kristjánsson & Co hf. 

1975 var báturinn seldur Hilmari Rósmundssyni og Theódóri Ólafssyni Vestmannaeyjum og nefndu þeir hann Sæbjörgu VE 56. Skipið var lengt og yfirbyggt 1978. Sæbjörgin strandaði austan við Stokksnes þann 17 des. 1984  og eyðilagðist. Áhöfnin, 14 manns, bjargaðist í land með hjálp björgunarsveitarinnar á Hornafirði. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Ein athugasemd á “Jón Garðar GK 475

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s