Hrafn GK 111

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Jón Steinar tók þessar flottu myndir og fleiri til af línuskipinu Hrafni GK 111 koma til hafnar í Grindavík í dag.

Hrafn GK 111 hét upphaflega Gullberg VE 292 og var smíðaður hjá Baatservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1974 fyrir Ufsaberg hf. í Vestmannaeyjum.

Gullberg VE 292 var fyrsta skipið af fjórum systurskipum sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Mandal. Því var gefið nafn 7. nóvember 1974 og sigldi inn til heimahafnar í Vestmannaeyjum á Jóladag sama ár.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Skipið hét Gullberg VE 292 til vorsins 1999 þegar nýtt og stærra Gullberg VE 292 leysti það af hólmi. Þá fékk það nafnið Gullfaxi VE 192 og síðar KE 292.

Í lok árs 2007 fékk Gullfaxi nafnið Ágúst GK 95 eftir að Þorbjörn hf. í Grindavík eignaðist skipið. Vorið 2015 er svo gerð nafnabreyting og fær Ágúst nafnið Hrafn GK 111.

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Gullberg VE 292 var yfirbyggt 1977 og lengt 1995 og brúin hækkuð ásamt því að settur var á það bakki.

Hrafn GK 111 er 48,46 metrar á lengd, 8,2 metra breiður og mælist 446 brl. / 601 BT að stærð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s