Helga RE 49

2249. Helga RE 49. Ljósmynd Birgir Mikalesson.

Frystitogarinn Helga RE 49 er hér að rækjuveiðum á Dorhnbanka að ég held. Myndina tók Birgir Mikaelsson þá skipverji á Húsvíkingi ÞH 1.

Helga RE 49 var smíðuð í Sandnessjöen í Noregi og kom til landsins þann 1. september 1996. Hún var 60,40 metrar að lengd, 13 metra breið og mældist 1.951 BT að stærð. Aðalvélin 4.590 hestafla Wårtsilå Vasa.

Í 8. tbl. Ægis það ár sagði m.a um Helgu RE 49:

Þann 1. sept. sl. kom nýr skuttogari Helga RE 49 til heimahafnar í Reykjavík. Skipið er smíðað hjá Slipen Mekanisk Verksted A.S. í Sandnessjöen Noregi smíðanúmer 57 og er skipið hannað hjá Skipsteknisk A.S. í Alesund Noregi.

Helga RE er fyrsta nýsmíði fyrir íslendinga frá Slipen Mek. Verkst. en Guð- munda Torfadóttir VE (skipaskrárnúmer 2191), sem kom notuð til landsins, var smíðuð hjá þessari stöð. Guðmunda Torfadóttir hefur verið seld úr landi.

Skipið verður gert út á rœkjuveiðar með fullvinnslu um borð. Þrjár togvindur eru í skipinu og verður veitt með tveimur trollum þar sem því verður við komið.

Helga RE 49 kemur í stað Helgu II RE 373 (skipaskrárnúmer 1903), fjölveiðiskips sem var smíðað fyrir útgerðina 1988, einnig hverfa úr rekstri önnur skip og bátar. Helga IIRE 373 var seld til Samherja hf. og heitir nú Þorsteinn EA810.

Fyrsta skip útgerðarinnar, og bar nafnið Helga RE 49, var sœnskur eikarbátur smíðaður 1947 og var með 260 hestafla Polar aðalvél. Nýja Helga RE 49 er með 4.590 hestafla Wårtsilå aðalvél. í nýju Helgu RE er Caterpillar hjálparvél (Ijósavél) 1.033 hestöfl. Einnig er 250 hestafla hafnarljósavél í skipinu frá Caterpillar.

Eigandi Helgu RE 49 er Ingimundur hf í Reykjavík. Ingimundur hf. var stofnað í júlí 1947og verður því fyrirtœkið 50 ára á nœsta ári. Skipstjórar á Helgu RE eru Viðar Benediktsson og Geir Garðarsson og yfirvélstjóri er Björgvin Jónasson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Ármann Ármannsson.

Helga RE 49 var seld til Grænlands árið 1999 þar sem hún fékk nafnið Polar Arfivik. Seld til Noregs  2002 þar sem hún fékk nafnið Atlantic Star. Togarinn hefur verið lengdur og mælist nú 74,72 metrar að lengd. Var 60,4 metrar eins og áður segir.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s