Júpíter RE 161

161. Júpíter RE 161 ex Gerpir NK 106. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Júpíter RE 161 er hér að rækjuveiðum úti fyrir Norðurlandi, skömmu fyrir 1990.

Júpíter RE 161 hét upphaflega Gerpir NK 106 og var smíðaður í Þýskalandi fyrir 1960 fyrir Bæjarútgerð Neskaupsstaðar.

Gerpir NK 106 var seldur Júpíter h/f í Reykjavík árið 1960 og fékk þá nafnið Júpíter RE 161. Hrólfur Gunnarsson skipstjóri keypti Júpíter 1978 og ári síðar var skipið yfirbyggt og breitt í nótaskip.

Skipið mældist 746,6 brúttólestir, mesta lengd þess var 64 m og bar það um 1.300 tonn. Jafnframt var sett í það 2640 hestafla Wartsila aðalvél í stað 1470 hestaafla MAN sem hafði verið í honum frá upphafi.

Einar Guðfinnsson hf. á Bolungarvík og Lárus Grímsson skipstjóri keyptu hlut í Júpíter af Hrólfi Gunnarssyni útgerðarmanni í Reykjavík og stofnuðu þessir þrír aðilar hlutafélag um rekstur skipsins. 

Júpíter var síðan seldur til Þórshafnar árið 1993 og varð Júpíter ÞH 61. Kaupandinn var Skálar h.f sem var stofnað af Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., Tanga hf. á Vopnafirði, Fiskiðjunni Bjargi hf. á Bakkafirði, sveitarfélögum á svæðinu og fleiri aðilum.

Ísfélag Vestmannaeyja hf. keypti Júpíter í upphafi árs 2005 og fékk hann nafnið Suðurey VE 12. Síðar Bjarnarey VE 21.

Bjarnarey VE 21 fór utan til niðurrifs árið 2008.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s