
Gunnar Bjarnason SH 122 er einn Kínabátanna svokölluðu sem smíðaðir voru árið 2001 í Dalian skipasmíðastöðinni í samnefndri borg í Kína.
Gunnar Bjarnason SH 122 hét upphaflega Rúna RE 150 frá Reykjavík en í janúar árið 2005 fær hann nafnið Ósk KE 5 eftir að Útgerðarélagið Ósk ehf. keypti bátinn af Útgerðarfélaginu Rún sf.
Það er svo um mitt ár 2006 sem Útgerðarfélgið Haukur ehf. í Ólafsvík kaupir Óskina og þá fær hann núverandi nafn.
Gunnar Bjarnason SH 122 var skutlengdur um 2,5 metra í Skipavík í Stykkishólmi og mælist hann nú 100 brl./ 122 BT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.