Ásgrímur Halldórsson SF 250

2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 ex Lunar Bow. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2022. Ásgrímur Halldórsson SF 250 er hér að makrílveiðum á dögunum en það er Skinney-Þinganes hf. sem gerir hann út. Ásgrímur Hallórsson SF 250 var smíðaður hjá Simek skipamíðastöðinni í Noregi árið 2000 fyrir Lunar Fishing í Skotlandi og hlaut þá nafnið Lunar Bow.   … Halda áfram að lesa Ásgrímur Halldórsson SF 250

Þegar Sæborgin kom ný

1475. Sæborg ÞH 55. Ljósmynd Pétur Jónasson 1977. Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík tók þessar myndir þegar Sæborg ÞH 55 kom ný til Húsavíkur. Það var að ég held í byrjun marsmánaðar 1977, frekar en í lok febrúarmánaðar, sem hún sigldi fánum prýdd inn í höfnina og vel var tekið á móti henni. Fram á … Halda áfram að lesa Þegar Sæborgin kom ný

Háey I byrjuð að róa eftir sumarfrí

Unnið að lönfun úr Háey I á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Línubáturinn Háey I ÞH 295 hefur hafið róðra eftir sumarfrí og landað á Húsavík. Það er GPG Seafood sem gerir bátinn út en hann hóf veiðar í lok síðasta árs. Hér að neðan eru myndir af bátnum koma að landi í … Halda áfram að lesa Háey I byrjuð að róa eftir sumarfrí

Snæfell mun aðallega veiða grálúðu – og karfa

2212. Snæfell EA 310 ex Akraberg FD 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Eins og áður hefur komið fram á síðunni kom Snæfell EA 310, frystitogari Samherja, kom til Akureyrar sl. laugardag. Samherji keypti skipið af Framherja í Færeyjum á árinu. Á heimasíðu fyrirtækisins segir: Ýmsar endurbætur voru gerðar á skipinu í kjölfar kaupanna, sem aðallega … Halda áfram að lesa Snæfell mun aðallega veiða grálúðu – og karfa

Börkur að makrílveiðum

2983. Börkur NK 122. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2022. Uppsjávarveiðiskipið Börkur NK 122 er hér að makrílveiðum í Síldarsmugunni en myndina tók Hólmgeir Austfjörð um helgina. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar sagði í gær: Hluti makrílflotans íslenska er nú að veiðum í íslenskum sjó, veiðin hefur verið misjöfn á milli skipa.  Fiskurinn sem er að fást er stór … Halda áfram að lesa Börkur að makrílveiðum

Zijlborg kom til Húsavíkur í kvöld

IMO 9229075. Zijlborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Zijlborg kom til Húsavíkur í kvöld eftir rúmlega fjögurra sólarhringa siglingu frá Hollandi. Skipið lagðist að Bökugarðinum hvar skipað verður upp hráefnisfarmi til kísilvers PCC á Bakka. Zijlborg siglir undir hollenskum flaggi með heimahöfn í Delfzijl. Skipið er 4,938 GT að stærð og var smíðað árið 2001. … Halda áfram að lesa Zijlborg kom til Húsavíkur í kvöld

Snæfell á Eyjafirði

2212. Snæfell EA 310 ex Akraberg FD 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Fyrstu myndirnar af Snæfellinu í gær tók ég á Hjalteyri og hér birtast nokkrar þeirra en eins og segir í fyrri færslu kom skipið til heimahafnar á Akureyri í gær. 2212. Snæfell EA 310 ex Akraberg FD 10. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson 2022. Með … Halda áfram að lesa Snæfell á Eyjafirði