
Hér siglir Þórður Jónasson EA 350 á Akureyrarpolli um árið en Akureyri var lengstum hans heimahöfn.
Þórður Jónasson, sem smíðaður var í Noregi og kom til Akureyrar í júníbyrjun árið 1964, var upphaflega RE 350. Hann var smíðaður fyrir Valtý Þorsteinsson útgerðarmann á Akureyri og Sæmund Þórðarson skipstjóra á Stóru Vatnsleysu.
Þórður Jónasson RE 350 var þá stærstur fiskiskipa sem smíðað höfðu verið fyrir Íslendinga að frátöldum togurum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.