
Þessi nýi grænlenski bátur kom inn til Hafnarfjarðar síðdegis í gær en hann var afhentur á dögunum frá dönsku skipasmíðastöðinni Hvide Sande Shipyard, Steel & Service.
Eftir því sem ljósmyndarinn segir þá kom báturinn hér við á leið sinni til Grænlands þar sem að setja á í hann beitningavél frá Mustad og einnig veltitank.
Skrokkurinn var smíðaður í Tyrklandi en önnur smíði fór fram í Danmörku. Hann er 14 m. á lengd og 6 m. á breidd, sérstyrktur með tilliti til siglinga í ís og stefnið er nokkurskonar mini útgáfa af stefni á ísbrjót.
Heimahöfnin er Ilulissat á vesturströnd Grænlands sem er þriðja stærsta bæjarfélag Grænlands á eftir Nuuk og Sisimiut.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Já sæll, hann hefur verið fullur ,sem teiknaði þennan fyrir vini okkar við Grænlandssund, kv. sunnan frá Faxaflóa AE.
Líkar viðLíkar við