Le Champlain á Skjálfanda

IMO: 9814038. Le Champlain á Skjálfanda í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skemmtiferðaskipið Le Champlaine kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagði síðan úr höfn um miðjan dag.

Le Champlaine var smíðað árið 2018 hjá Vard Group AS í Noregi, það er 131, 46 metrar að lengd og 18 metra breitt. Það mælist 9,976 GT að stærð og er með 92 klefa um borð sem geta rúmað 184 farþega.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Eydís NS 320

2374. Eydís NS 320 ex Sölvi BA 19. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Eydís NS 320 liggur hér við bryggju á Borgarfirði eystra fyrir nokkru, klár í næsta róður.

Báturinn var smíðaður í Trefjum árið 1999 og var með heimahöfn á Bíldudal til ársins 2006.

Þá var hann seldur til Borgarfjarðar eystri og fékk það nafn sem hann ber í dag. Útgerð Flæðarmál ehf. á Borgarfiðri eystra.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution