
Snarti ÞH 106 frá Kópaskeri kom til Húsavíkur í dag og tók olíu áður en hann sigldi áfram í vesturátt.
Eigandi er Snarti slf. en báturinn var gerður út til strandveiða í sumar.
Báturinn, sem er rúmlega 6 brl. að stærð, var smíðaður árið 1979 í Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar hf. á Skagaströnd. Hann hét Jökull RE 139 og hét því nafni til ársins 1983.
Síðan þá hefur hann borið tólf nöfn en alls eru skráningar 19. Þ.e.a.s báturinn hefur borið sum nöfnin undir fleiri en einni skráningu.
Það var síðla árs 2020 sem hann fékk Snartanafnið, einkennisstafina ÞH og númerið 106.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution