Maron GK 522 kemur til Grindavíkur

363. Maron GK 522 ex Maron HU 522. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021. Netabáturinn Maron GK 522 kom til hafnar í Grindavík á dögunum og tók Jón Steinar þessar myndir við það tækifæri. Maron er elsti stálbátur landsins sem enn er í fullri drift og hét upphaflega Búðafell SU 90, smíðaður árið 1956 í Scheepswerf … Halda áfram að lesa Maron GK 522 kemur til Grindavíkur

Ný Cleopatra 35 makrílveiðibátur til Bergen

Tomina VL-12-ØN. Ljósmynd Trefjar 2021. Jimmy Bjorøy útgerðarmaður í Bergen fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 35 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Jimmy verður sjálfur skipstjóri á bátnum sem heitir Tomina VL-12-ØN og er 10.65 metrar á lengd og mælist 11 brúttótonn að stærð.   Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 520hö tengd … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 35 makrílveiðibátur til Bergen

Margrét GK 33 á Siglufirði

2952. Margrét GK 33. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Margrét GK 33 kemur hér til hafnar á Siglufirði í vikunni eftir línuróður en það er Nesfiskur ehf. sem gerir bátinn út. Báturinn var smíðaður hjá Víkingbátum árið 2019 en hann er tæplega 22 BT að stærð, lengd hans er 11,99 metrar. Heimahöfn Suðurnesjabær. 2952. Margrét GK … Halda áfram að lesa Margrét GK 33 á Siglufirði