Ljósfari RE 102

973. Ljósfari RE 102 ex Kári Sölmundarson RE 102. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Loðnubáturinn Ljósfari RE 102 er hér við bryggju í Sundahöfn vel hlaðið loðnu en myndin var tekin ca. 1985

Upphaflega hét báturinn Dagfari ÞH 40 og var smíðaður árið 1965 í Boizenburg A-Þýskalandi fyrir bræðurnar Stefán og Þór Péturssyni á Húsavík. 

Árið 1967 fékk fyrirtæki þeirra bræðra, Útgerðarfélagið Barðinn hf., tvö ný skip sem einnig voru smíðuð í Boizenburg en voru ívið  stærri. Þau hétu Náttfari ÞH 60 og Dagfari ÞH 70, fékk þá eldri Dagfari nafnið Ljósfari ÞH 40. 

Ljósfari var 264 brl. að stærð búinn 660 hestafla Lister aðalvél. Hann var endurmældur árið 1969 og mældist þá 207 brl. að stærð

Í janúar 1977 fékk báturinn nafnið Kári Sölmundarson RE 102 en sama ár var það yfirbyggt. Í janúar 1978 var aftur óskað nafnabreytingar á bátnum og fékk hann sitt fyrra nafn, Ljósfari en nú RE 102. Eigandi sem fyrr Útgerðarfélagið Barðinn h/f nú í Kópavogi.

Árið 1979 var Ljósfari lengdur og mældist eftir það 273 brl. að stærð. 1980 var sett í bátinn 1150 hestafla Mirrlees Blackstone aðalvél.

Árið 1987 var Ljósfari seldur Brík h/f á Húsavík sem nefndi bátinn Galta ÞH 320.

Meira um bátinn síðar..

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s